Alþjóðlegi netöryggisdagurinn, 5. febrúar 2013

SID13_teaser

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tíunda sinn þann 5. febrúar næstkomandi. Þemað í ár er „Réttindi og ábyrgð á netinu ” og munu yfir 70 þjóðir um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða, sem mynda samstarfsnetið Insafe, og yfir 40 önnur lönd munu þennan dag leiða saman ýmsa hagsmunaðila til þess að vekja athygli á og ræða netið frá ýmsum hliðum. Samstarfsnetið hefur látið framleiða stutta auglýsingu til þess að styðja við átakið, en hún verður aðgengileg á netinu og sýnd í sjónvarpi næstu daga.

Í tilefni dagsins stendur SAFT fyrir málþingi í Skriðu, aðalbyggingu Menntavísindasviðs Háskóla Íslands v/Stakkahlíð, kl. 13.00-16.00. Málþingið er haldið í samstarfi við ráðuneyti innanríkis-, velferðar- og mennta- og menningarmála, Póst- og fjarskiptastofnun, Símann, Lenovo, Microsoft Íslandi  og Háskóla Íslands. Fundarstjór er Hafþór Freyr Líndal, ungmennaráði SAFT.

Dagskrá:

13.00 Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, setur málþingið og veitir verðlaun í samkeppni um besta barnaefnið á netinu

Málstofa 1 – stofa H207

Skólinn, uppeldi og samfélagsmiðlar

Málstofa 2 – stofa H205

Tækni, öryggi og regluverk

13.15
 • Hver er draumaskólinn?
 • Tölvu- og töflumenning
 • Bætt upplýsingalæsi aukin meðvitund um netöryggi í grunnskólum landsins
 • Tölvur í leikskólum, til hvers?
 • Einelti
 • Fjárhættuspil
 • Klám á netinu
 • Ábyrgð foreldra
 • Félagsleg virkni og samskipti
 • Samfélagsmiðlar
 • Birtingamynd kynjanna
 • Farsímar, snjallsímar og spjaldtölvur
 • Opinn hugbúnaður og apps
 • Auðkenning á netinu
 • Tölvuský
 • Niðurhal
 • Frumvarp um  landslénið .is
 • IGF – umræðuvettvangur um skipulag og þróun  internetsins
 • Réttindi og skyldur á netinu
 • Almenn hegningarlög og úrræði við ólögmætu efni á netinu
 • Netsíun

 

16.00 Veitingar

Málþingið verður sent beint út á Netinu en nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu SAFT.

Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með því að senda tölvupóst á saft@saft.is eða á Facebook síðu SAFT, en þingið er öllum opið án endurgjalds á meðan húsrúm leyfir.

Beinu útsending verður virk c.a. 12:45

Vinningshafar í samkeppni um besta barnaefnið á netinu 2013

Vinningshafar í samkeppni um besta barnaefnið á netinu. Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, Anna Margréti Ólafsdóttir, höfundur Paxel123.com, Selma Hrönn Maríudóttir, höfundur Grallarar.is, og Hjalti Rögnvaldsson, markaðssérfræðingur hjá Símanum.

Vinningshafar í samkeppni um besta barnaefnið á netinu. Gísli Þorsteinsson, markaðsstjóri Nýherja, Anna Margréti Ólafsdóttir, höfundur Paxel123.com, Selma Hrönn Maríudóttir, höfundur Grallarar.is, og Hjalti Rögnvaldsson, markaðssérfræðingur hjá Símanum.

Vinningshafar í samkeppni um besta barnaefnið á netinu. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, Selma Hrönn Maríudóttir, höfundur Grallarar.is, Anna Margréti Ólafsdóttir, höfundur Paxel123.com, og Hafþór Freyr Líndal, ungmennaráði SAFT.

Vinningshafar í samkeppni um besta barnaefnið á netinu. Katrín Jakobsdóttir, ráðherra mennta- og menningarmála, Selma Hrönn Maríudóttir, höfundur Grallarar.is, Anna Margréti Ólafsdóttir, höfundur Paxel123.com, og Hafþór Freyr Líndal, ungmennaráði SAFT.

 SID 2013

SID 2013

Réttindi og ábyrgð á netinu

SID13_vefbod_final