Alþjóðlegi netöryggisdagurinn 2015

Einblodungur.ai

 

 

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn verður haldinn hátíðlegur í tólfta sinn í dag 10. febrúar. Þemað í ár er „Gerum netið betra saman ” og munu Netöryggismiðstöðvar 30 Evrópuþjóða og yfir 100 þjóða um allan heim standa fyrir skipulagðri dagskrá þennan dag.

Í tilefni dagsins vekur SAFT athygli á nýju fræðsluefni og hvetur alla skóla landsins til að fjalla um netöryggi þennan dag og nýta það efni sem til er.

Meðal nýs efnis má nefna:

  • Gagnvirkt efni um netöryggi fyrir yngsta-, mið og elsta stig grunnskóla
  • Upplýsingahefti fyrir foreldra um börn og miðlanotkun
  • Námsefni um hatursorðræðu á netinu
  • Ný viðmið fyrir skóla um notkun snjalltækja
  • Upplýsingarit um samfélagsmiðla
  • Gagnvirkt próf tengt myndinni Stattu með þér! þar sem fjallað er m.a. um netið og birtingamyndir kynjanna, klámvæðingu og að setja mörk
  • Námsefni tengt áreiti á netinu, miðlalæsi, tjáningarfrelsi, meiðyrðum, einelti og fordómum